Saga verkefnisins

Íslendingar búa yfir óvenju miklum liðsanda, þjóðin er ein stór fjölskylda og eftir Evrópumótið 2016 höfum við spilað okkur inn í hjörtu knattspyrnuunnenda um allan heim. Með stuðningi íslensku þjóðarinnar komumst við á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn. Því miður erum við líka á toppnum á öðru sviði: Ísland er í 2. sæti yfir þá sem þjást af parkinsonsjúkdómnum.

Jafnvel þó ekki sé hægt að lækna parkinson skulum við gera allt sem við getum til að styðja við þá sem veikjast og sýna samstöðu.Stöndum saman gegn parkinson

Með hjálp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu höfum við tekið fyrsta skrefið og sett í gang fjölþjóðlega herferð til að vekja athygli á málefninu. Parkinsonsamtökin og KSÍ hafa gert leikmennina að sendiherrum herferðarinnar Sigrum parkinson.Sögurnar

Lífið með parkinson

Snorri Már Snorrason

Fyrir ári síðan vann Snorri við umbúðahönnun. Nú er ástríða hans að hjóla um íslenska náttúru. Hann er 54 ára og ræðir hér um þennan nýja kafla í lífi sínu og hvernig hann tekst á við sjúkdóminn.Hér er hans saga.

Vilborg Jónsdóttir

Vilborg greindist 53 ára með Parkinson, hún vann við hjúkrun og verslunarstörf en í dag er hún formaður Parkinsonsamtakanna á Íslandi og sendir út útvarpsþátt einu sinnni í viku. Þátturinn er sendur út frá net útvarpsstöð í Belgíu sem er alþjóðleg, og eina útvarpsstöðin í heiminum sem er rekin af fólki með Parkinson. Hér er hennar saga.

Kolfinna Magnúsdóttir

Kolfinna starfaði sem grunnskólakennari þegar hún greindist með parkinson þá 44 ára gömul. Nú ellefu árum síðar nýtur hún lífsins með börnum sínum og fjölskyldu og tekst á við daglegar áskorarnir sjúkdómsins. Hér er hennar saga.


Lærðu meira um parkinson

10 milljón manns
í heiminum eru með parkinson

1 af hverjum 10 er yngri en 50 ára

Parkinsonsjúkdómur (PD) er taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur áhrif á þær taugafrumur í heilanum sem stýra hreyfingum. Einkenni sjúkdómsins koma fram smátt og smátt með hægfara versnun. Sjúkdómurinn er nefndur eftir James Parkinson, lækni í London sem fyrstur skráði einkennin árið 1817. Sjúkdómurinn getur komið fram á hvaða aldri sem er. Talað er um snemmkominn parkinson sjúkdóm þegar hann greinist hjá einstaklingi undir 40 ára aldri.

Hreyfingum okkar er stjórnað af taugafrumum í heilanum sem senda skilaboð sín á milli og til annarra hluta líkamans með taugaboðefnum. Parkinsonsjúkdómurinn leiðir til þess að dópamínmyndandi frumur í heilanum hætta smám saman að mynda taugaboðefnið dópamín, sem er það taugaboðefni sem stjórnar hreyfingu og jafnvægi.

Þó að parkinson hafi aðallega áhrif á taugaboðefnið dópamín hefur hann einnig áhrif á önnur taugaboðefni. Það getur útskýrt af hverju parkinsonsjúklingar upplifa líka einkenni sem ekki tengjast hreyfingu.

Enn sem komið er er ekki til nein lækning við parkinson en það eru margt hægt að gera til að auka lífsgæði. Með hreyfingu og jákvæðu hugarfari virðist vera hægt að hægja á einkennum sjúkdómsins og það hjálpar fólki að vera áfram við stjórnvölinn í eigin lífi.

Parkinsonsjúkdómurinn er ekki lífsógnandi sjúkdómur en hann hefur áhrif á lífsgæði. Sum einkenni sjúkdómsins geta gert fólk viðkvæmara fyrir sýkingum og öðrum sjúkdómum en í flestum tilfellum dregur parkinson ekki verulega úr lífslíkum.

Fáðu að vita meira
Source: epda.eu.comEinkenni parkinson

Einkenni koma venjulega smám saman í ljós, oftast byrja þau í annarri hlið líkamans, en fara síðar yfir í báðar. Eftir því sem tíminn líður koma einkennin betur í ljós en framvinda sjúkdómsins er mjög mismunandi milli einstaklinga sem við hann glíma. Hjá mörgum eru einkennin sveiflukennd frá degi til dags og sjúklingurinn á sína góðu og slæmu daga.

Hreyfieinkenni

 • Skjálfti
 • Vöðvastirðleiki
 • Hægar hreyfingar
 • (stundum skert jafnvægi
  og hokin líkamsstaða)

Ekki-hreyfieinkenni

 • Kvíði
 • Þreyta
 • Þunglyndi
 • VerkirKnattspyrna hjálpar

Þegar parkinson lætur á sér kræla þarftu að spyrna á móti. Ein áhrifarík leið til þess er að spila knattspyrnu. Líkamleg virkni hjálpar mikið til við að hægja á framgöngu parkinson. Sjúkraþjálfarar segja að hreyfingarnar sem notaðar eru í knattspyrnu séu afar svipaðar þeim sem þeir ráðleggja sínum sjúklingum að framkvæma. Auk þess hafa hópíþróttir þann kost að búa til skemmtilegt, félagslegt umhverfi fyrir parkinsonsjúklinga til að vera saman og styðja hverjir aðra.Hvernig get ég sýnt stuðning?

Leggðu okkur lið við uppbyggingu Parkinsonseturs á Íslandi.

Kr

Taktu þátt og hringdu í

Þú getur komið þínu framlagi til skila með

 • phone
 • credit card

Deildu á samfélagsmiðlum

KSÍ og Parkinsonsamtökin

Tveir stórir leikmenn, hvor á sínu sviði, vinna saman fyrir einn málstað.
Parkinsonsamtökin (link) voru stofnuð til þess að styðja fólk með parkinson og fjölskyldur þeirra, efla fræðslu, styðja við rannsóknir á sjúkdómnum og vera sameiginlegur vettvangur félagsmanna. Verkefnið Sigrum parkinson þurfti aðstoð annars sterks aðila til að gera herferðina að veruleika. Sem betur fer hefur KSÍ (link) ákveðið að taka árlega fyrir valin samfélagsleg verkefni, og því lá beint við að þeir tækju höndum saman við Parkinsonsamtökin í Sigrum parkinson verkefninu í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Nú vinna þessi tvö samtök saman að því að vekja sem mesta athygli á parkinsonsjúkdómnum og safna fé til Parkinsonseturs.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ: „Við hlökkum mjög til samstarfsins við Parkinsonsamtökin og er það okkur sannur heiður að geta hjálpað til við starf þessara mikilvægu samtaka í þessu verðuga verkefni sem er framundan.“

Saman munu KSÍ og Parkinsonsamtökin standa saman í baráttunni og sigra parkinson.


"Íþróttir eru mjög góðar út af fyrir sig en lífið snýst ekki eingöngu um íþróttir. Ég hef oft sagt að heilbrigður maður á sér þúsund óskir en veikur maður á sér aðeins eina ósk – að verða heilbrigður. Það er eitthvað sem við ættum aldrei að gleyma." Helgi Kolviðsson
"Samstaða er orð sem á vel við landsliðið. Gildin okkar byggja á liðsheild, virðingu, aga og skipulagi. Það er í rauninni það sem við í landsliðinu leggjum áherlsu á. Ísland væri ekki komið á þennan stað án samstöðu liðsins, stuðningsmannanna og þjóðarinnar allrar." Ómar Smárason
"Ég held að allir þekki einhvern sem hefur barist við þennan sjúkdóm og allir þurfa á stuðningi að halda einhvern tímann á lífsleiðinni. Þess vegna er það mér mikill heiður að vera hluti af þessari herferð." Guðmundur Benediktsson
"Áður fyrr hélt ég að eingöngu gamalt fólk gæti fengið parkinsonsjúkdóminn af því að afi minn var með hann. Í dag veit ég að það er líka fullt af ungu fólki að berjast við sjúkdóminn og mér finnst mjög mikilvægt að vekja athygli á því. Þess vegna vil ég taka þátt í þessu verkefni." Emil Hallfreðsson
"Það er mjög mikilvægt að á Íslandi verði allt gert til hjálpa þeim sem þjást af parkinsonsjúkdómnum þannig að þeir geti lifað eins góðu lífi og mögulegt er. Það er gott markmið að lækka dánartíðnina vegna sjúkdómsins hér á landi. " Birkir Már Sævarsson
Patient
Player
Patient
Player

Gögn fyrir fjölmiðla

Viltu gera frétt um Sigrum parkinson?
Hér getur þú hlaðið niður myndum, myndböndum og stuttri lýsingu á herferðinni.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, hafðu þá samband við okkur í netfang:
press@sonsofsolidarity.com

Partners of Solidarity

Við þökkum öllum sem studdu herferðina.